Afþreyingarfyrirtækið Sena ehf. hagnaðist um 25,7 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi félagsins sem nýverið var skilað til Ársreikningaskrár. Hagnaðurinn er minni en árið 2011 þegar hann nam um 42,8 milljónum króna.

Sala jókst milli ára um 23 milljónir og nam ríflega 2,7 milljörðum. Um áramót námu heildareignir um 1.175 milljónum og skuldir samtals voru tæplega 700 milljónir.

Þá voru eigendurnir Draupnir fjárfestingarfélag með 68,7% hlutafjár í Senu. Í apríl síðastliðnum eignaðist Kjölfesta, sem er í eigu 14 fagfjárfesta og þar af 12 lífeyrissjóða, um þriðjungshlut. Aðrir eigendur eru Sigla ehf., Úrlausn sf. og Björn Sigurðsson framkvæmdastjóri félagsins.