Hagnaður ensk-hollenska olíurisans Royal Dutch Shell nam 8 milljörðum dala, um 920 milljörðum króna, á 2. ársfjórðungi þessa árs.

Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 4,5 milljörðum dala og jókst því um 77%. Ástæðan er hækkun olíuverð.

Er afkoman aðeins lakari en á fyrsta árfjórðungi, en þá hagnaðist félagið um 8,8 milljörðum dala, um 980 milljarða króna.