Hagnaður olíufélagsins Royal Dutch Shell nam 5,6 milljörðum dollara á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Er það aukning um 37% frá sama tímabili í fyrra. Samkvæmt frétt BBC er aukinn hagnaður rakinn til hækkunar á olíuverði á tímabilinu.

Þrátt fyrir mikla hagnaðaraukningu var afkoman ekki í takt við væntingar greiningaraðila sem en meðal þeirra hafði gert ráð fyrir 5,8 milljarða dollara hagnaði. Varð þetta til þess að hlutabréfaverð félagsins lækkaði um 2% í viðskiptum dagsins.

Royal Dutch Shell er ekki eina af stórufélögunum sem hefur skilað góðri afkomu á síðastliðnum fjórðung. Hagnaður BP nam 3,8 milljörðum dollara á tímabilinu sem er rúmlega tvöföldun frá sama tíma í fyrra.