Hagnaður olíurisans Royal Dutch Shell, sem er stærsta olíufyrirtæki í Evrópu ef miðað er við markaðsverðmæti, á þriðja ársfjórðungi nam 7,2 milljörðum dala en að teknu tilliti til einskiptiskostnaðar var hagnaðurinn sjö milljarðar dala, jafngildi um 800 milljarða íslenskra króna.

Niðurstaðan var töluvert yfir væntingum en meðaltalsspá greinenda hljóðaði upp á 6,6 milljarða dala hagnað. Verðið á Brent-hráolíu var um 48% hærra á fjórðungnum en á sama tímabili í fyrra eða 113 dalir á tunnuna.