Sólbaðsstofan Smart hagnaðist um 10,8 milljónir króna á árinu sem leið. Þá mun fyrirtækið greiða eigendum sínum, sem eru þrír talsins, samtals 8,75 milljónir króna í arð fyrir rekstrarárið. Eigendur félagsins eru þau Sigurbjörg Eiríksdóttir, Ómar Sigurðsson og Ómar Ómarsson. Hvert þeirra á 33,3% hlut í félaginu.

Eins og fyrr segir hagnaðist Sólbaðsstofan um 10,8 milljónir króna. Árið á undan var tap á rekstri félagsins, en tapið nam þá 2,34 milljónum króna. Eignir félagsins minnkuðu milli ára, en árið 2014 voru þær 40,5 milljónir og 2015 37,7 milljónir. Eigið fé félagsins nam þá 25,6 milljónum króna meðan skuldir þess námu 12,1 milljón króna. Það gefur eiginfjárhlutfallið 67%.

Veltufé frá rekstri var þá 16,5 milljónir króna og jókst talsvert milli ára, eða um 8,4 milljónir. Handbært fé í lok ársins 2015 nam 3,3 milljónum króna. Árið á undan var þriggja milljóna króna arður greiddur út til eigenda.