Rútufyrirtækið Snæland Grímsson hagnaðist um rúmlega 93 milljónir króna á síðasta rekstrarári samanborið við 131 milljónar króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur rútufyrirtækisins námu rúmlega 2,3 milljörðum króna og drógust saman um 33 milljónir frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu 2,1 milljarði króna og jukust um 64 milljónir á milli ára.

Eignir námu 1,8 milljörðum króna og eigið fé rútufyrirtækisins nam 534 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall var því 30% í árslok 2018. Laun og launatengd gjöld námu tæplega 616 milljónum króna og jukust um 44 milljónir, en 70 manns störfuðu hjá fyrirtækinu í fyrra.

Hallgrímur Lárusson er framkvæmdastjóri Snæland Grímsson, en hann á jafnframt 50% hlut í félaginu. Bróðir hans, Hlynur Snæland Lárusson, á hin 50% í félaginu.