*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 11. ágúst 2018 16:21

Hagnaður Sóma nam tæpum 200 milljónum

Rekstrartekjur Sóma voru rétt rúmlega 2 milljarðar en þær jukust um 6% frá fyrra ári.

Ritstjórn

Hagnaður samlokuframleiðslufyrirtækisins Sóma nam 199 milljónum króna á síðasta ári en hagnaður félagsins jókst um rúmlega 20 milljónir króna milli ára. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu

Rekstrartekjur Sóma voru rétt rúmlega 2 milljarðar en þær jukust um 6% frá fyrra ári.

Rekstrargjöldin jukust um 120 milljónir króna milli ára en þau námu um 1,8 milljörðum króna á síðasta ári. 

Eignir Sóma voru 936 milljónir króna í lok síðasta árs en eigið fé félagsins nam 444 milljónum króna. 

Að meðaltali voru starfsmenn fyrirtækisins á síðasta ári 88 talsins samanborið við 78 starfsmenn árið áður. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is