Hagnaður Spalar ehf. nam 307,5 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs samanborið við 21,8 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri félagsins sem birt var í dag. Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 199,4 milljónum miðað við 171,4 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra.

Veggjald nam 686,7 milljónum á fyrri helmingi ársins samanborið við 625,3 milljónir á sama tímabili í fyrra. Er um að ræða 9,83% hækkun milli ára.

Rekstrarkostnaður án afskipta nam 225 milljónum á fyrstu sex mánuðum ársins en var 218 milljónir á sama tímabili í fyrra.

Í tilkynningu vegna uppgjörsins segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar að umferð og tekjur hafi verið heldur minni en áætlanir fyrir fyrstu sex mánuði ársins gerðu ráð fyrir.