Sláturfélag Suðurlands svf. (SS) hagnaðist um 561,6 milljónir króna árið 2016 borið saman við 229,6 milljónir árið áður. Jókst hagnaður SS því um tæplega 145% milli ára. Þetta kemur fram í samstæðureikningi SS fyrir árið 2016, sem geymir ársreikning SS og dótturfélaga þess, Reykjagarðs hf. og Hollt og gott ehf.

Rekstrartekjur samstæðu SS voru 11.859 milljónir árið 2016, en 10.701 milljónir árið áður og hækka því um tæp 11%. Rekstrarhagnaður var 822,9 milljónir í fyrra en 396,2 milljónir árið áður.

Eignir voru 8,3 milljarðar króna í árslok og eiginfjárhlutfall 59,3%. Handbært fé hækkaði um 409,6 milljónir.