Á fyrsta ársfjórðungi ársins jókst sam­an­lagður hagnaður Ari­on banka, Íslands­banka og Lands­bank­ans um 72% á milli ára. Hagnaður nam alls 26,7 millj­örðum króna sam­anborið við 15,5 millj­arða króna á sama tíma í fyrra. Þessu greinir mbl.is frá.

Eins og VB.is greindi frá einkenndist hagnaður Arion banka, sem nam 14,9 milljörðum króna, mjög af einskiptisliðum og því ber ap halda til haga. Hagnaður bank­ans af reglu­legri starf­semi nam fjór­um millj­örðum króna á fyrsta ársfjórðungi sam­an­borið við 1,7 millj­arða á sama tíma­bili í fyrra.

Hagnaður Íslands­banka af reglu­legri starf­semi var sá sami og í fyrra, eða 4,4 millj­arðar. En heild­ar­hagnaður bank­ans dróst sam­an um tæpa þrjá millj­arða.