Hagnaður bankans Standard Chartered nam 1,5 milljörðum bandaríkjadollara á þriðja ársfjórðungi. Dróst hann þannig saman um 16% frá sama tímabili á síðasta ári, þegar hagnaðurinn man 1,8 milljörðum dollara.

Bankinn hefur verið umsvifamikill í útlánastarfsemi á Asíumarkaði. Segir bankinn að endurskipulagning á starfsemi hans í Suður-Kóreu hefði haft slæm áhrif á uppgjörið, auk slæmra útlána. Bankinn hyggst skera niður útgjöld sín um 400 milljónir dollara á næsta ári.

Samhliða birtingu uppgjörsins varaði bankinn jafnframt við því að afkoma félagsins á síðasta ársfjórðungi kynni að verða verri en búist hefur verið við. Markaður með hlutabréf bankans brást við þessum tíðindum og féll gengi bréfanna um 10% eftir tilkynninguna.