Hagnaður norska olíurisans Statoil minnkaði um 11% milli ára á fyrsta ársfjórðungi ársins. Statoil hagnaðist um 15,1 milljarð norskra króna, um 330 milljarða íkr., en hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra nam 16 milljörðum norskra króna.

Minni hagnaður skýrist af hærri sköttum en skatthlutfallið hefur hækkað úr 68% í 73,3 milli ára. Minni hagnaður skýrist einnig af söluhagnaði á félaginu Kai Kos Dehseh í fyrra.

Olíu- og gasframleiðsla Statoil jókst og framleiddi félagið 2.193 milljónir tunna á dag á fyrsta ársfjórðungi ársins (mælt í olíu) en framleiðslan nam 1.971 milljónum tunna á sama tímabili í fyrra. Framleiðslan jókst því um rúm 11% milli ára.