*

miðvikudagur, 23. október 2019
Innlent 9. september 2019 13:45

Hagnaður Stoða 2 milljarðar á fyrri hluta ársins

Eigið fé fjárfestingafélagsins Stoða nam 23,3 milljörðum í lok júní og hagnaður á fyrri hluta ársins var 2.023 milljónum króna.

Ritstjórn
Jón Sigurðsson er formaður stjórnar Stoða.

Hagnaður af fjárfestingum Stoða á fyrri helmingi ársins nam 2.023 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Stoðir urðu virkt fjárfestingafélag á síðasta ári og var hagnaður félagsins þá 1,1 milljarður króna. Frá þessu er greint á vef félagsins stodir.is.

Eigið fé Stoða var félagsins 23,2 milljarðar króna í lok júní sl., en í lok síðasta árs nam það 17,5 milljörðum króna.  

Stoðir hafa á keypt töluvert í Símanum það sem af er ári og er nú stærsti hluthafinn með 13% hlut. Stoðir eru einnig stærsti hluthafinn í TM og fer með 5% hlut í Arion banka. 

Jón Sigurðsson er stjórnarformaður félagsins en með honum í stjórn sitja Sigurjón Pálsson og Örvar Kærnested. Framkvæmdastjóri Stoða er Júlíus Þorfinnsson.

Stikkorð: Jón Sigurðsson Stoðir