Hagnaður Stoða nam 2,44 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi ársins sem er litlu minna en á öðrum ársfjórðungi þegar hagnaðurinn nam 2,55 milljörðum króna að því er Fréttablaðið greinir frá upp úr afkomuyfirliti til hluthafa.

Stoðir eru eitt stærsta fjárfestingarfélags landsins og stór hluthafi í Símanum, TM og Arion banka, og eru eignir þess metnar á 23,5 milljarða króna, þar af átti það 3,6 milljarða í reiðufé.

Ef hagnaður og tap fyrstu 9 mánuði ársins eru teknar saman er hagnaðurinn tæplega 2 milljarðar króna, en í lok september var bókfært eigið fé um 27,1 milljarður króna.

Stærstu hluthafar eru til að mynda félög á vegum stjórnarformannsins, Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar fyrrverandi forstjóra Skeljungs og Örvar Kjærnested stjórnarmanns í TM.