Hagnaður af reglulegri starfsemi Straums fjárfestingabanka meira en tvöfaldaðist milli ára samkvæmt nýlegu ársuppgjöri bankans.

Fram kom í uppgjöri bankans að hagn­aður af reglulegri starfsemi á árinu hefði verið 415 milljónir króna sem samsvarar arðsemi eigin fjár upp á 32% og að rekstr­ artekjur jukust um 28% frá fyrra ári.

„Við erum að sjá góðan árangur á öllum svið­ um,“ segir Jakob Ásmunds­son, forstjóri Straums.

„Það hefur gengið almennt mjög vel á þessu ári að loka stórum verkefnum, halda tryggð við kúnna okkar og byggja upp þessa starfsemi okkar. Fram und­an viljum við halda áætlunum okkar en árið leggst vel í mig.“ Bankinn var í árslok með eigið fé upp á tæpa 2 milljarða og eigin fjárhlutfall upp á 35%.