Japanski bílaframleiðandinn Suzuki Motors hagnaðist um 12,2 milljarða jena á þriðja fjórðungi. Er það fjórfalt meira en félagið hagnaðist um á sama reikningstímabili ári áður.

Félagið stefnir að 100 milljarða jena hagnaði á árinu og er á góðri leið með að ná því nú þegar fyrstu níu mánuðirnir liggja fyrir. Hagnaður á því tímabilinu er 92,5 milljarðar jena.

Bætt afkoma er fyrst og fremst rakin til mikillar söluaukningar í Asíu. Þar er Suzuki risi á markaði og er til að mynda með 50% markaðshlutdeild á Indlandi.