Hjallastefnan ehf., sem rekur fjórtán leikskóla og þrjá grunnskóla, hagnaðist um 70,6 milljónir á síðasta rekstrarári samanborið við 22,4 milljónir rekstrarárið á undan. Ekki var greiddur arður til hluthafa.

Uppgjör félagsins miðar við skólaárið en ekki almanaksár. Tekjur námu 3,7 milljörðum og jukust um 7,2% milli ára. Hjá félaginu eru 400 stöðugildi og námu laun og launatengd gjöld rúmum 2,9 milljörðum. Magrét Pála Ólafsdóttir er stofnandi og stærsti hluthafi Hjallastefnunnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .