Hagnaður Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar nam 41 milljón króna á síðasta ári, en hann nam tæplega 14 milljónum króna ári fyrr. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam tæplega 79 milljónum króna á árinu og jókst um 26 milljónir króna á milli ára. Afskriftir námu hins vegar 23 milljónum króna og fjármagnsgjöld næstum 5 milljónum króna.

Eignir félagsins námu 334 milljónum króna í árslok en skuldir voru 163 milljónir króna. Eigið fé fyrirtækisins nam því 170 milljónir króna í árslok.

Í lok síðasta árs var Markús Ársælsson stærsti hluthafi Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar með 10,9% eignarhlut. Þá átti Guðni Sigvaldason 10,7% og Sigurbjartur Pálsson átti 10,3%. Fyrr í sumar keypti Sómi hins vegar allt hlutafé í fyrirtækinu.