Hagnaður rekstrarfélags þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börse, næstum tvöfaldaðist milli ára, á þriðja ársfjórðungi.

Kauphöllin í Frankfurt, Þýskalandi.
Kauphöllin í Frankfurt, Þýskalandi.
© Getty Images (Getty)

Hagnaður var 161,3 milljónir evra í fyrra á tímabilinu, en var 315 milljónir evra í ár. Er það 95% aukning og mun hærra en greinendur höfðu gert ráð fyrir.

Skýrist aukinn hagnaður bæði af meiri veltu í kauphöllinni, en mikill órói hefur verið á hlutabréfamörkuðum allt árið, og einnig af kaupa hlutabréfum í afleiðufyrirtækinu Eurex.

Hlutabréf rekstrarfélagsins hafa hækkað um hálft prósent í morgun, á sama tíma og þýska Dax vísitalan hefur lækkað um 0,77%