Félagið Tiger Ísland ehf. hagnaðist um tæpar 20 milljónir á árinu 2016, en aðalstarfsemi félagsins er smávöruverslun.

Árið áður hagnaðist félagið um rúmar 23 milljónir. Hrein eign félagsins nam tæpum 214 milljónum króna í lok árs 2016 og jókst frá fyrra ári þegar hún var tæpar 194 milljónir.

Ársverk voru 25 hjá félaginu og 86% starfsmanna félagsins voru konur. Framlegð félagsins jókst úr tæpum 344 milljónum í 363 milljónir milli ára. Rekstrargjöld jukust einnig og hækkuðu úr rúmum 303 milljónum í rúmar 328. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir dróst saman og var tæpar 35 milljónir, samanborið við tæpa 31 milljón árið áður. Rekstrarhagnaður dróst að sama skapi saman og var tæp 21 milljón árið 2016 samanborið við tæpar 26 milljónir árið áður.