Rekstrartap TM á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 1.514 milljónum króna en framlag í afskriftarreikning vegna væntra tapaða viðskiptakrafna og útlána hefur aukist verulega vegna áhrifa Covid-19 og óvissu í ferðaþjónustu en þetta kemur fram í árshlutareikningi félagsins . Stjórnin telur fjárhagsstöðu félagsins þó vera sterka.

Iðgjöld tryggingafélagsins á fyrstu þremur mánuðum ársins námu 4,103 milljörðum króna sem er um 2,4% hækkun milli ára. Tjónakostnaður var um 3,37 milljarðar króna sem er um 295 milljónir króna meira en í fyrra. Samanburður milli ára litast þó af 9,25 milljarða krónu kaupum TM á Lykil fjármögnun .

Rekstrarkostnaður á fyrsta ársfjórðungi nam 1,4 milljörðum króna sem er um 56% hækkun frá því í fyrra. Meðalfjöldi starfsmanna á ári umreiknaður í heilsársstörf var hækkaði um 26%.

Eigið fé TM nemur um 22,1% sem er næstum helmingi lægra en á sama tíma og í fyrra. Eignir TM nær tvöfölduðust milli ára en virði þeirra í lok fyrsta ársfjórðungs nemur um 81,9 milljarða króna en virði þeirra var í kringum 41,4 milljarðar í fyrra.