Hagnaður japanska bílaframleiðandans Toyota jókst um fimmtung á síðasta fjárhagsári félagsins frá fyrra ári og nam hann 18,1 milljarði Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu .

Fjárhæðin jafngildir um 2.400 milljörðum íslenskra króna. Hagnaðaraukningin átti sér stað milli ára þrátt fyrir að sala bifreiða hafi dregist saman um 144.169 eintök, en í heildina seldi bílaframleiðandinn 8.971.864 bifreiðar.

Mörg japönsk útflutningsfyrirtæki, líkt og Toyota, hafa haft töluverðan ávinning af veikingu japanska jensins sem hjálpar til við að lækka verð á vörum sem seldar eru utan landsins.