*

mánudagur, 18. janúar 2021
Innlent 7. júlí 2018 14:05

Hagnaður Trackwell dróst saman

Heildarhagnaður íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Trackwell dróst saman um 15 milljónir króna á milli áranna 2016 og 2017.

Ritstjórn
Trackwell er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem selur ýmis konar flotaeftirlitsbúnað.
Haraldur Guðjónsson

Heildarhagnaður íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Trackwell dróst saman um 15 milljónir króna á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að tekjur félagsins hafi aukist um svipaða upphæð á sama tíma.

Í heildina nam hagnaður fyrirtækisins, sem eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um selur  m.a. ýmiss konar flotaeftirlitsbúnað, 43 milljónum króna á síðasta ári.

Tekjur Trackwell námu 371,4 milljónum á síðasta ári en útgöldin jukust hins vegar um 40,3 milljónir króna en þau námu 323,3 milljónum króna árið á undan. Þar af jókst launakostnaðurinn um rúmlega 24 milljónir.

Handbært fé frá rekstri jókst svo einnig um 15 milljónir króna og nam það 111,4 milljónum króna á síðasta ári, en heildareignir félagsins námu 304 milljónum sem er aukning um 30,5 milljónir milli ára.

Framtakssjóðurinn Frumtak er stærsti eigandi félagsins með 32,5% en Hermann Gíslason á um 30% og Bergur Þórisson um 14%.