Samanlagður hagnaður skaðatryggingafélaga á árinu 2010 var um 4,1 milljarður króna. Þar af hagnaðist Viðlagatrygging sem er ríkisstofnun sem starfar samkvæmt sérlögum og býr við sveiflukennda starfsemi, um rúman 2,1 milljarð. Sé horft framhjá Viðlagatryggingu er hagnaður skaðatryggingafélaga rétt um 2 milljarðar króna. Frá þessu er greint á vef Fjármálaeftirlitsins .

Hagnaður af vátryggingastarfsemi var 2,6 milljörðum en hins vegar var tap af fjármálastarfsemi sem nam tæpum 600 milljónum króna. Helsta ástæða þess taps eru gjöld vegna matsbreytinga á fjárfestingum sem samanlagt námu tæpum 2 milljörðum á árinu.

Eigið fé skaðatryggingafélaganna hækkaði einnig, eða um 8,5% og er nú samanlagt rúmlega 52 milljarðar króna., eða 35 milljarðar án Viðlagatryggingar. Staða eigin fjár er misjöfn á milli félaga, segir í frétt FME.