Svissneski bankinn UBS hagnaðist um 1,6 milljarða franka fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi. Fjárhæðin jafngildir 224 milljörðum íslenskra króna. BBC New s greinir frá uppgjöri bankans.

Uppgjör bankans var nokkru betra en markaðsaðilar bjuggust við, en hagnaðurinn eftir skatta nam 1,2 milljörðum franka sem er 53% hærra en á sama tíma í fyrra.

Sergio Ermotti, framkvæmdastjóri UBS, sagði við birtingu uppgjörsins að bankinn hefði náð að viðhalda vexti sínum þrátt fyrir áskoranir á markaðnum. Hins vegar varaði bankinn við því að tekjur og afkoma kynnu að verða lægri á þriðja ársfjórðungi.

Einn helsti keppinautur UBS, Credit Suisse, skilaði uppgjöri sínu í síðustu viku og var það einnig ofar væntingum, en bankinn hagnaðist um 1,1 milljarð franka á tímabilinu.