*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 3. október 2014 13:15

Hagnaður upp á 850 þúsund hjá Besta flokknum

Flokkurinn fékk eingöngu framlag frá Reykjavíkurborg.

Ritstjórn
Besti flokkurinn hagnaðist um rúmlega 850 þúsund í fyrra.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Besti flokkurinn hagnaðist um 852 þúsund krónur í fyrra samkvæmt ársreikningi sem birtur hefur verið á vef Ríkisendurskoðunar. Hagnaðurinn nam 476 þúsund krónum árið 2012. 

Flokkurinn fékk eingöngu tekjur í gegnum framlag Reykjavíkurborgar til hans, en þau framlög námu 9,2 milljónum króna. Rekstur flokksins nam tæplega 8,3 milljónum króna.