*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 2. maí 2018 16:23

Hagnaður VÍS ríflega fjórfaldast

Félagið hagnaðist um 844 milljónir á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 191 milljón króna á sama tímabili í fyrra.

Ritstjórn
Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS.
Eva Björk Ægisdóttir

Hagnaður VÍS á fyrsta ársfjórðungi ársins var 844 milljónir króna og meira en fjórfaldast frá sama tímabili árið 2017 þegar hann nam 191 milljón króna.

Þetta kemur fram tilkynningu frá félaginu um árshlutauppgjörið en þar kemur einnig fram að iðgjöld tímabilsins hafi aukist um 10% frá sama tíma í fyrra. 

Tekjur félagsins af fjárfestingastarfsemi jukust einnig nokkuð og námu 1.022 milljónum króna á fjórðungnum í ár samanborið við 677 milljónir krón aí fyrra.

Samsett hlutfall VÍS var 97,3% á fjórðungnum samanborið við 107,2% í fyrra.

VÍS hefur uppfært afkomuspá sína fyrir árið og gerir ráð fyrir að samsett hlutfall fyrir árið 2018 verði 94,9% og hagnaður ársins fyrir skatta verði um 3.400 milljónir króna.

„Árið fer einstaklega vel af stað hjá okkur hjá VÍS. Árangur er framar vonum á öllum vígstöðvum og góð afkoma af vátrygginga- og fjárfestingastarfsemi gerði það að verkum að við sendum frá okkur jákvæða afkomuviðvörun á fjórðungnum. Það er gleðilegt að sjá þróun samsetta hlutfallsins undanfarna mánuði. Tólf mánaða meðaltalið okkar er nú 93,1%, sem byggir á traustum grunnrekstri og gerir okkur betur í stakk búin að takast á við framtíðaráskoranir með viðskiptavinum okkar.    

Það er svo með miklu stolti sem ég segi frá því að VÍS hlaut jafnlaunavottun í byrjun þessa árs en vottunin er viðurkenning á umfangsmikilli vinnu við að kortleggja öll störf innan fyrirtækisins og tryggja að allir okkar starfsmenn, konur jafnt sem karlmenn, fái sömu umbun fyrir sambærileg störf,“ er haft eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS, í tilkynningunni.