*

mánudagur, 20. janúar 2020
Innlent 8. júlí 2019 17:57

Hagnaður VÍS verði 80% meiri

Vís hefur tilkynnt um að hagnaður 2. ársfjórðungs stefni í tæplega 1,5 milljarð og 3,3 milljarða á árinu.

Ritstjórn
Helgi Bjarnason er forstjóri VÍS.
Haraldur Guðjónsson

Tryggingafélagið hefur sent frá sér jákvæða afkomuviðvörun og væntir allt að 1.450 milljóna króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi, sem er aukning um allt að 636 milljónir króna, eða nærri 80%, frá fyrri spám um 814 milljóna króna hagnað á tímabilinu.

Segir félagið drög að árshlutauppgjöri sýna þetta, og er spáð að hagnaðurinn verði á bilinu 1,4 til 1,45 milljarðar króna, og að hagnaðurinn fyrir skatta á árinu verði um 3,3 milljarðar króna. Ástæðan fyrir betri afkomu er hærri ávöxtun fjáreigna félagsins, en árshlutauppgjör þess verður birt 21. ágúst næstkomandi.

Stikkorð: afkoma Vís hagnaður