Hagnaður Vodafone á öðrum ársfjórðungi nam 207 milljónum króna og jókst um 138% milli ára. EBITDA, það er hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskrifti og skatta, nam 732 milljónum króna og jókst um 9% frá fyrra ári.

Vodafone gerir ráð fyrir að EBITDA hagnaður á árinu verði 2,75 til 2,9 milljarðar króna og fjárfestingar verði á bilinu 9,5-10,5% af tekjum ársins. Eiginfjárhlutfall er nú 43,9%. Handbært fé frá rekstri jókst um 31% miðað við sama tímabil í fyrra.

Í tilkynningu kemur ffram að gagnaflutnings- og sjónvarpstekjur jukust en farsímatekjur drógust saman.