Hagnaður þýska bílaframleiðandans Volkswagen jókst milli ára, en gengi félagsins á fyrsta ársfjórðungi var mjög gott eftir talsverðan niðurskurð. Mikil söluaukning var hjá VW. Hagnaður félagsins jókst um 44,3% og nam 4,6 milljörðum evra. Frá þessu er greint í frétt BBC.

Á síðasta ári tók Volkswagen fram úr Toyota sem stærsti bílaframleiðandi í heiminum og hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá félaginu eftir að upp komst um díselskandal VW. Hefur bílaframleiðandinn meðal annars ráðist í talsverðan niðurskurð og hafa einfaldað rekstur fyrirtækisins. Það virðist vera að skila sér, þar sem að enginn bílaframleiðandi hefur hagnast eins mikið eins og Volkswagen á þessum ársfjórðungi.