Walmart, stærsti smásali Bandaríkjanna, varaði við stöðugum samdrætti í Bandaríkjunum. Samdrátturinn hefur leitt til þess að salan hefur dregist saman hjá Walmart í Bandaríkjunum í níu ársfjórðunga í röð. Hagnaður Walmart jókst um tæp 6% milli ára á öðrum ársfjórðungi og var 3,8 milljarðar bandaríkjadala. Heildartekjur jukust um 5,4% og voru 109 milljarðar Bandaríkjadala. Walmart hefur verið þekkt fyrir lágt verð en svokallaðar "dollara" verslanir og Amazon hafa veitt harða samkeppni um lág verð.