Hagnaður bandaríska bankans Wells Fargo lækkaði talsvert á þriðja ársjórðungi í kjölfar skandals sem skekið hefur bankann. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Hagnaður bankans minnkaði um 2% milli ára og var 5,64 milljarðar dollara á þriðja ársjórðungi 2016 samanborið við 5,8 milljarða dollara á sama tíma í fyrra. Tengist lækkunin lögfræðikostnaði vegna skandalsins.

Skandall þessi tengist því að starfsmenn Wells Fargo opnuðu um tvær milljónir bankareikninga án vitundar viðskiptavina sinna. Í kjölfarið hefur bankinn sagt upp um 5,300 starfsmönnum og einnig hefur John Stumpf, bankastjóri Wells Fargo sagt af sér. Wells Fargo var einnig sektaður um 185 milljón dollara vegna málsins.