*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 9. mars 2018 13:02

Hagnaður XO rétt um 3,3 milljónir

Veitingastaðakeðjan velti um 240 milljónum á árinu 2017 en stefnt er að auka hana um allt að 100 milljónir.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Veitingastaðurinn XO, sem rekur veitingastaði í Smáralind og JL húsinu í Vesturbæ Reykjavíkur, hagnaðist um 3,3 milljónir króna á síðasta ári.

Heldarveltan var um 240 milljónir króna árið 2017 og var EBITDA félagsins 12,6 milljónir króna en um  mitt ár 2017 opnaði félagið nýjan veitingastað í Norðurturni Smáralindar með tilheyrandi framkvæmda- og launakostnaði.

Áætluð velta XO á árinu 2018 er á bilinu 320-340 milljónir króna og er áætluð EBITDA ársins tæplega 15% af veltu eða um 40-45 milljónir króna.

XO hefur á undanförnum mánuðum rætt við öll helstu fasteignafélög landsins og leitar nú logandi ljósi að hentugri staðsetningu fyrir þriðja XO veitingastaðinn.

Stikkorð: Smáralind veitingastaður JL húsið XO