Hagnaður fjárfestingafélagsins Íslenskar fjárfestingar dróst saman um rúman helming milli 2016 og 2017 og var 336 milljónir í fyrra. Félagið hyggst greiða 80 milljónir króna í arð í ár, en greiddi 230 í fyrra.

Stærstu eignir félagsins eru Kilroy, Íslenska heilbrigðisþjónustan, RR fasteignir, sem hefur verið í söluferli síðan í maí, og Kársnes fasteignir. Félagið er í eigu Arnars Þórissonar og Þóris Kjartanssonar, sem einnig er framkvæmdastjóri.