Apple hagnaðist um 8,47 milljarða dollara á þriðja ársfjórðungi. Er það um 13% hærra en á sama tímabili í fyrra og nokkru meira en sérfræðingar höfðu búist við.

Sala á nýjum iPhone 6 símum fyrirtækisins hjálpuðu verulega til við að bæta afkomu félagsins, en síminn var til sölu í tíu daga á tímabilinu sem uppgjörið tekur til. Alls seldust 39,3 milljónir eintaka á tímabilinu. Hins vegar dróst sala á iPad saman, en nú seldust 12,3 milljónir eintaka borið saman við 13,1 milljón á sama tímabili í fyrra.

Gengi hlutabréfa Apple hækkaði um 2% eftir að fyrirtækið kynnti árshlutauppgjörið í gær.