Tekjur Bakkavarar námu 1,8 milljörðum punda á síðasta ári sem er aukning frá tæpum 1,7 milljörðum punda árið 2015.

Bakkavör Group, sem gerir upp í Bretlandi, er stýrt af bræðrunum Ágústi og Lýði Guðmundssonum, sem eiga ráðandi hlut í félaginu á móti sjóðum í stýringu Baupost Group en Viðskiptablaðið greindi frá kaupunum í mars á síðasta ári.

Kemur þetta fram í ársskýrslu Bakkavör Group, en hagnaður félagsins nam 51,3 milljónum punda á starfsárinu 2016 sem félagið reiknar sem 53 vikur, en ef horft er til hefðbundinna 52 vikna nam hagnaðurinn 50,8 milljónum punda.

Jafngildir það um 7 milljörðum króna, en það er samdráttur um 2,1% milli ára, en á sama tíma jukust tekjur félagsins um 3,6% á milli áranna.

Aðlöguð EBITDA félagsins nam 145,6 milljónum punda  á síðasta ári, sem er aukning um 12% frá árinu 2015 þegar hún nam 129,6 milljónum punda.