*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 19. júní 2021 18:03

Hagnaðurinn þrefaldaðist

Verkís hagnaðist um 504 milljónir króna í fyrra og nær þrefaldaði hagnaðinn frá fyrra ári.

Ritstjórn
Sveinn Ingi Ólafsson er framkvæmdastjóri Verkís
Haraldur Guðjónsson

Elsta verkfræðistofa landsins, Verkís, hagnaðist um 504 milljónir króna í fyrra og nær þrefaldaðist hagnaðurinn frá fyrra ári er hann nam 177 milljónum. 

Tekjur verkfræðistofunnar námu 5,5 milljörðum króna, samanborið við 5,2 milljarða árið áður. Rekstrargjöld námu ríflega 4,9 milljörðum króna og stóðu nær í stað milli ára.

Eignir Verkís námu 2,1 milljarði króna í lok árs 2020 og eigið fé 983 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall félagsins er því í kringum 47%.

Sveinn Ingi Ólafsson er framkvæmdastjóri Verkíss, en hann á jafnframt 2,34% hlut í stofunn

Stikkorð: Verkís