Alfesca hagnaðist um 22,5 milljónir evra á öðrum fjórðungi reikningsársins 2007-2008, sem var í samræmi við spár greiningardeilda bankanna. Sama fjórðung á árinu áður hagnaðist félagið um 19,4 milljónir evra, þannig að hann jókst um 15,7% milli ára. EBITDA-hlutfall var 14,5% á fjórðungnum, en var 14,8% á sama tíma ársins áður.

Eftirfarandi er afkomutilkynning félagsins:

„Hagnaður fyrstu sex mánaða 23,3 milljónir evra - hækkun um 31,9%

Helstu atriði

?  Velta á 2. ársfjórðungi nam 262,1 milljón evra sem er 11,5% hækkun. Velta    fyrstu sex mánuði ársins var 396,1 milljón evra sem er 14,2% hækkun.

?  Söluvöxtur á samanburðargrundvelli var 5,2% á 2. ársfjórðungi og 4,9% á    fyrstu sex mánuðum ársins.

?  EBITDA var 38,1 milljón evra á 2. ársfjórðungi, jókst um 9,7%, og var 45,4    milljónir evra fyrstu sex mánuði ársins sem er 18,7% hækkun.

?  Vöxtur EBITDA á samanburðargrundvelli á 2. ársfjórðungi var 5% og 10% fyrstu    sex mánuði ársins.

?  EBITDA hlutfall var stöðugt eða 14,5% á 2. ársfjórðungi.

?  Nettóhagnaður var 22,5 milljónir evra á 2. ársfjórðungi og jókst um 15,7%,    og var 23,3 milljónir evra fyrstu sex mánuði ársins og hækkaði um 31,9%

?  Samþætting nýrra fyrirtækja gengur vel, sem hefur styrkt meginstoðir    félagsins og aukið markaðshlutdeild.

?  Hráefniskostnaður hafði neikvæð áhrif á afkomuna í framleiðslu og sölu    andaafurða, hveitipönnukaka (blinis) og smurvara.

Xavier Govare, forstjóri Alfesca:

„Afkoman í rekstri félagsins á hinum mikilvæga 2. ársfjórðungi og á fyrstu sex mánuðum ársins var ánægjuefni og sérstaklega uppörvandi af þremur ástæðum:

Í fyrsta lagi verður þessi góða afkoma á mikilvægasta ársfjórðungnum í rekstri Alfesca en sala á reyktum laxi og andalifur (foie gras) er árstíðabundin og nær hámarki á 2. ársfjórðungi.

Í öðru lagi endurspeglar góð afkoma mikilvægi stefnumörkunar okkar þar sem áherslan er á fjórar meginstoðir rekstrarins sem hver einkennist af ákveðnum sveiflum og sértækum áhættuþáttum. Þetta skipulag skapar stöðugleika í rekstri samstæðunnar þar sem meginstoðir rekstrarins styðja hver við aðra og stuðla að snurðulausri samþættingu nýrra fyrirtækja félagsins.

Í þriðja lagi hefur aukin sala og góð afkoma náðst við erfiðari markaðsaðstæður en ríkt hafa um nokkurt skeið sem aftur má rekja til mikilla hækkana á hrávöruverði og samdrætti í neyslu í vætutíð sumarsins og yfir hátíðarnar. Grundvöllur góðrar afkomu allra stoða rekstrarins má rekja til stöðugrar áherslu á vöruþróun og aukna samkeppnishæfni.

Búist er við að sala og markaðsaðstæður verði áfram erfiðar út almanaksárið 2008. Á sama tíma og við höldum til streitu áætlunum okkar um að efla félagið enn frekar og auka virði hluthafa þess sýnir afkoma félagsins að það er vel í stakk búið til að takast á við erfiðar ytri aðstæður. Við erum þess fullviss að afkoma Alfesca verði áfram góð á seinni hluta fjárhagsársins.““