Bílaumboðið Askja hagnaðist um 1,3 milljarða króna á síðasta ári samanborið við 755 milljóna hagnað árið áður.

Velta félagsins jókst um 15% á milli ára og nam 22,6 milljörðum króna. Þá nam eigið fé félagins 3,2 milljörðum króna í lok árs.

Félagið er viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz, Kia og Honda á Íslandi, en þar störfuðu 158 starfsmenn að meðaltali á árinu.

Stjórn félagsins hefur lagt til að greiddur verði allt að 600 milljón króna arður til hluthafa vegna rekstrarársins 2022.

Bílaumboðið Askja ehf.

2022 2021
Rekstrartekjur 22.587 19.644
EBITDA 1.929 1.233
Eigið fé 3.152 2.189
Hagnaður 1.348 755
Lykiltölur í milljónum króna.