*

þriðjudagur, 18. janúar 2022
Erlent 29. nóvember 2021 13:27

Hagnast á Ómíkron-afbrigðinu

Hlutabréfaverð gúmmíhanskaframleiðandans Top Glove hefur hækkað um 50% frá því á föstudag síðastliðinn.

Ritstjórn
Gúmmíhanskaframleiðendur njóta góðs af faraldrinum.
epa

Kórónuveirufaraldurinn varð til þess að gúmmíhanskar og grímur urðu á svipstundu að nauðsynjavörum hjá neytendum um allt heimshagkerfið.

Hlutabréfaverð gúmmíhanskaframleiðandans Top Glove hækkaði sexfalt á síðasta ári þegar mest lét, en félagið er skráð á hlutabréfamarkað í Malasíu. Í kjölfar fregna um Ómíkron afbrigðið hefur verð í bréfum hjá félaginu tekið annan kipp og hækkað um 20% í dag, samkvæmt grein Bloomberg. Hlutabréfaverð Top Glove hefur jafnframt hækkað um 50% frá því á föstudaginn síðastliðinn.

Hlutabréfaverð annarra fyrirtækja í sama geira hafa einnig hækkað talsvert. Gúmmíhanskaframleiðandinn Hartalega hefur hækkað um 13% í dag og 30% síðan á föstudeginum síðastliðnum.