Svefnrannsóknarfyrirtækið Nox Medical hagnaðist um 1.974 þúsund evrur árið 2016 eða 263,8 milljónir króna. Hagnaðurinn eykst frá fyrra ári þegar hagnaðurinn var 1.697 þúsund evrur. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins.

Tekjuvöxtur var minni en síðustu ár sem og lækkar EBITDA um 40% milli ára. Eignir námu 10.567 þúsund evrum í lok árs, eigið fé 7.328 þúsund evrum og var eiginfjárhlutfall 69,3%. Handbært fé hækkaði um 1.505 þúsund evrur.