Tekjur ísbúðarinnar Valdísar námu 135 milljónum króna í fyrra og drógust saman um 7% milli ára. Rekstrargjöld námu 98 milljónum og drógust saman um 10%. Hagnaður nam því 25,6 milljónum og jókst um 5% milli ára.

Heildareignir námu 50 milljónum og jukust um 13% milli ára, en heildarskuldir námu 23 milljónum og jukust um 22%. Eigið fé nam því 27 milljónum og jókst um 6% milli ára, og eiginfjárhlutfall var 54%, samanborið við 57% árið áður. Heildarlaunakostnaður nam 60 milljónum og dróst saman um 10% milli ára, en þar af námu greidd laun 51 milljón og drógust saman um sama hlutfall.

Greiddar voru 24 milljónir króna í arð á árinu, en árið áður voru þær 38,5. Valdís er í eigu hjónanna Önnu Svövu Knútsdóttur og Gylfa Þórs Valdimarssonar.