Toyota-umboðið á Íslandi hagnaðist um rétt tæpa þrjá milljarða króna á fyrstu átta mánuðum ársins. Tekjur fyrirtækisins námu rétt rúmum 4,8 milljörðum króna sem er 78% aukning á milli ára.

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var rúmar 125 milljónir en um 11 milljóna tap var af rekstrinum á sama tímabili á síðasta ári.

Fjárhagsleg endurskipulagning Toyota skekkir nokkuð hagnaðartölurnar nú og samanburð við afkomuna í fyrra.

Í byrjun árs 2012 var gengið frá endurskipulagningunni með samnningi við Landsbankann og fór það í sér leiðréttingu gengislána upp á 3,7 milljarða króna auk þess sem hluta skulda var breytt í hlutafé.