*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Innlent 21. mars 2018 18:12

Hagnast um 311 milljónir

Iceland Seafood hagnaðist um 2,6 milljónir evra árið 2017 sem er nánast sami hagnaður og árið áður.

Ritstjórn
Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood.
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður Iceland Seafood nam tæpum 2,6 milljónum evra á síðasta ári en það jafngildir 311 milljónum króna miðað við meðalgengi ársins 2017. Hagnaðurinn er nánast sá sami og árið áður.

Félagið seldi afurðir fyrir 249,1 milljón evra á árinu sem er söluaukning um liðlega 2,8 milljónir evra frá árinu áður. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði nam 4,6 milljónum evra.

Heildareignir félagsins í lok árs námu 88,2 milljónir evra og jukust um liðlega 13,1 milljón á milli ára. Eigið fé félagsins nam 17,7 milljónum og skuldir 70,4 milljónum. Eiginfjárhlutfall félagsins í lok árs var því 20,1% og lækkar um 0,4 prósentustig milli ára. Arðsemi eigin fjár nam því 14,7% á árinu 2017.

Handbært fé félagsins nam 2,2 milljónum evra í lok árs og jókst um 0,4 milljónir frá því í byrjun árs.