Internet á Íslandi hf., sem sér m.a. um skráningu léna og reksturinn á nafnaþjónustunni fyrir höfuðlénið .is, skilaði 91,9 milljóna króna hagnaði í fyrra, samkvæmt ársreikningi. Hagnaður ársins 2013 nam 74,7 milljónum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði jókst um 20 milljónir milli ára og nam 144,8 milljónum króna.

Eignir námu í árslok 369,8 milljónum og jukust um 36,3 milljónir milli ára. Skuldir námu í árslok 186 milljónum, en voru 178,4 milljónir árið áður. Eigið fé var því um síðustu áramót 161,9 milljónir króna. Jens Pétur Jensen, er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Jens Pétur Jensen
Jens Pétur Jensen
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri Internets á Íslandi hf.