Fjárfestingafélagið Nes Capital skilaði 94,7 milljóna króna hagnaði árið 2020. Nes Capital er í eigu Haraldar Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Innnes, en hann er nú stjórnarformaður og einn af eigendum norræna heildsölufyrirtækisins Haugen Gruppen. Hagnaðurinn jókst um 90 milljónir milli ára. Eigið fé Nes Capital nam 2,3 milljörðum við árslok 2020 en var rétt tveir milljarðar árið á undan.