Kaupfélag Skagfirðinga (KS) skilaði ríflega þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ári samanborið við tæplega 4,9 milljarða hagnaði árið 2019.

Tekjur félagsins námu 41 milljarði í fyrra en 39,7 milljörðum árið á undan. Eignir félagsins nema 71 milljarði króna og eigið fé 41,9 milljarði. KS rekur m.a. mjólkur- og kjötafurðastöð, dagvöruverslun og byggingavöruverslun. Í samstæðunni eru einnig FISK Seafood og Fóðurblandan ásamt fleiri fyrirtækjum. Um síðustu áramót átti KS 11,8% eignarhlut í Icelandic Seafood Int.