Framleiðslugeirinn á evrusvæðinu hefur verið að taka við sér að undanförnu og ný störf í geiranum hafa skapast hraðar en gerst hefur í langan tíma, að því er segir í frétt BBC. Er hún byggð á könnun Markit meðal innkaupastjóra framleiðslufyrirtækja sem notuð er til að reikna út svokallaða PMI vísitölu.

Sé vísitalan yfir 50 stigum er vöxtur í framleiðslugeiranum, en samdráttur sé vísitalan undir 50 stigum. Í mars var vísitalan í 52,2 stigum og hefur ekki verið hærri í tíu mánuði.

Fjölgun nýrra framleiðslustarfa hefur ekki verið hraðari í þrjú og hálft ár, að því er segir í frétt BBC og er ástæðan m.a. talin vera veiking evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Gengisveikingin hefur stutt við evrópskan iðnað og framleiðslu.