*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Erlent 27. júlí 2011 08:29

Dior græðir á Louis Vuitton

Moët Hennessy Louis Vuitton (LVMH), einn stærsti framleiðandi lúxusvara í heiminum, skilar góðu hálfsársuppgjöri.

Ritstjórn
LVMH framleiðir ilmvötn undir vörumerki aðaleiganda síns, Christian Dior.
Gunnhildur Lind Photography

Hagnaður Moët Hennessy Louis Vuitton S.A (LVMH) á fyrri helmingi ársins var 1,3 milljarður evra og jókst um 25% milli ára. Velta fyrirtæksins jókst um 13% milli ára.

Bernard Arnault forstjóri LVMH sagði í tilkynningu að árangurinn væri frábær og sýndi hversu eftirsóttar vörur fyrirtækisins eru.

LVMH er einn stærsti framleiðandi lúxusvöru í heiminum.  Meðal vörumerkja fyrirtækisins eru Louis Vuitton, Fendi, Donna Karan, TAG Heuer, Hennessy, Moët & Chandon, Dom Perignon, Krug, Christian Dior, Guerlain, Givenchy og Kenzo.

LVMH tók yfir Bulgari í mars fyrir 3,7 milljarða evra. Lúxusvörur hafa selst vel undanfarið, ekki síst vegna aukinnar sölu í Kína og öðrum löndum Asíu.

Christian Dior er aðaleigandi LVMH, á 42.36% hlutafjár og fer með 59.01% af atkvæðisrétti í félaginu.