Gengi hlutabréfa lággjaldaflugfélagsins Easyjet hafa hækkað um nær 4% í dag eftir að fyrirtækið gaf það út að það hefði hagnast á verkfallsaðgerðum flugmanna hjá Air France.

Í frétt BBC segir að tekjur Easyjet hefðu aukist um fimm milljónir punda, um 970 milljónir króna, vegna verkfallsins. Er nú gert ráð fyrir því að hagnaður fyrir skatta fyrstu níu mánuðum þessa árs verði á bilinu ´575-580 milljónir punda, en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir 545-570 milljóna króna hagnaði fyrir skatta.

Þá hefur það haft áhrif á gengi bréfa félagsins að forstjóri Easyjet, Carolyn McCall, sagði að stjórnin muni leggja til breytingu á arðgreiðslustefnu, þannig að arður nemi 40% af hagnaði eftir skatta í stað 33% áður.